Farþegar strandaglópar í Leifsstöð frá því í morgun 7. febrúar 2008 20:42 Farþegar sem fljúga áttu með Iceland Express í morgun til Kaupmannahafnar og London bíða enn eftir að farið verði á loft. Tvívegis hafa farþegarnir farið út í vél en jafnoft hefur verið hætt við flugtak. Á meðan hafa vélar frá Icelandair flogið til og frá landinu. Forstjóri Iceland Express segir það skýrast af mismunandi öryggiskröfum og ólíkum flugvélum. „Ætli ég breyti ekki bara lögheimilinu mínu og skrái mig hér," sagði heldur pirraður farþegi sem átti bókað flug til Kaupmannahafnar klukkan 7:15 í morgun. Því var frestað og á hálftíma til klukkutíma fresti fram til hádegis var nýr brottfarartími settur. „Um hálfeitt fórum við fyrst inn í vél og héldum þá að við ættum að fara á loft. Þar biðum við hins vegar í rúman klukkutíma þangað við vorum send aftur út," segir farþeginn. „Svo kemur í ljós að við eigum að fara aftur klukkan 16, en ekki var bókað inn í vél fyrr en um hálftíma síðar. Þá komumst við aðeins lengra því vélin bakkaði frá tengirananum nokkra metra. Klukkan hálfsex vorum við kominn inn í Leifstöð á nýjan leik," segir maðurinn. Hann segir að þá hafi verið tilkynnt um að farþegar ættu að fá nýja flugmiða og segir hann langa röð hafa myndast við það en um var að ræða farþega til Kaupmannahafnar og London. „Okkur var boðið að hætta við og fá endurgreitt ásamt frímiða á vegum Iceland Express. Ég er hins vegar bíllaus hér og Reykjanesbrautin er lokuð skilst mér þannig að ég kemst ekkert. Ég ákvað því að bíða að minnsta kosti til níu og sjá til," sagði hinn tilvonandi ferðalangur sem dvalið hafði á Leifsstöð í um þrettán klukkutíma. Matthías Imsland. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express segir ástæðuna fyrir því að vélar Icelandair hafi farið á loft en ekki hjá Iceland Express vera þá að mismunandi öryggisreglur gildi um vélarnar. „Við mismunandi aðstæður eru mismunandi kröfur. Við höfum flogið þegar þeir hafa ekki getað það vegna veðurs og satt að segja man ég ekki eftir því að þetta hafi snúist við fyrr en í dag. „Vallarskilyrði hafa eindfaldlega verið þannig að flugstjórarnir meta það svo að með því að fara á loft væru þeir að stefna öryggi farþega og áhafnar í hættu." Matthías segist skilja það vel að fólk sé pirrað þegar svona kemur upp á. „Ég yrði pirraður sjálfur en það er einfaldlega þannig að öryggisástæður koma bara í veg fyrir að við getum farið í loftið," sagði Matthías og bætti því við að hann vonaðist eftir því að hægt verði að fljúga innan tíðar. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Farþegar sem fljúga áttu með Iceland Express í morgun til Kaupmannahafnar og London bíða enn eftir að farið verði á loft. Tvívegis hafa farþegarnir farið út í vél en jafnoft hefur verið hætt við flugtak. Á meðan hafa vélar frá Icelandair flogið til og frá landinu. Forstjóri Iceland Express segir það skýrast af mismunandi öryggiskröfum og ólíkum flugvélum. „Ætli ég breyti ekki bara lögheimilinu mínu og skrái mig hér," sagði heldur pirraður farþegi sem átti bókað flug til Kaupmannahafnar klukkan 7:15 í morgun. Því var frestað og á hálftíma til klukkutíma fresti fram til hádegis var nýr brottfarartími settur. „Um hálfeitt fórum við fyrst inn í vél og héldum þá að við ættum að fara á loft. Þar biðum við hins vegar í rúman klukkutíma þangað við vorum send aftur út," segir farþeginn. „Svo kemur í ljós að við eigum að fara aftur klukkan 16, en ekki var bókað inn í vél fyrr en um hálftíma síðar. Þá komumst við aðeins lengra því vélin bakkaði frá tengirananum nokkra metra. Klukkan hálfsex vorum við kominn inn í Leifstöð á nýjan leik," segir maðurinn. Hann segir að þá hafi verið tilkynnt um að farþegar ættu að fá nýja flugmiða og segir hann langa röð hafa myndast við það en um var að ræða farþega til Kaupmannahafnar og London. „Okkur var boðið að hætta við og fá endurgreitt ásamt frímiða á vegum Iceland Express. Ég er hins vegar bíllaus hér og Reykjanesbrautin er lokuð skilst mér þannig að ég kemst ekkert. Ég ákvað því að bíða að minnsta kosti til níu og sjá til," sagði hinn tilvonandi ferðalangur sem dvalið hafði á Leifsstöð í um þrettán klukkutíma. Matthías Imsland. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express segir ástæðuna fyrir því að vélar Icelandair hafi farið á loft en ekki hjá Iceland Express vera þá að mismunandi öryggisreglur gildi um vélarnar. „Við mismunandi aðstæður eru mismunandi kröfur. Við höfum flogið þegar þeir hafa ekki getað það vegna veðurs og satt að segja man ég ekki eftir því að þetta hafi snúist við fyrr en í dag. „Vallarskilyrði hafa eindfaldlega verið þannig að flugstjórarnir meta það svo að með því að fara á loft væru þeir að stefna öryggi farþega og áhafnar í hættu." Matthías segist skilja það vel að fólk sé pirrað þegar svona kemur upp á. „Ég yrði pirraður sjálfur en það er einfaldlega þannig að öryggisástæður koma bara í veg fyrir að við getum farið í loftið," sagði Matthías og bætti því við að hann vonaðist eftir því að hægt verði að fljúga innan tíðar.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira