Lífið

Ed Norton gerir mynd um Barack Obama

Edward Norton ætlar að gera mynd um Obama.
Edward Norton ætlar að gera mynd um Obama. Mynd/ Reuters

Hollywoodstjarnan Edward Norton hyggst ásamt félögum sínum í Class 5 Films fyrirtækinu gera heimildarmynd um aðdraganda forsetakosninganna sem nú fara í hönd í Bandaríkjunum. Í myndinni verður athyglinni sérstaklega beint að Barack Obama.

Í kvikmyndatímaritinu Variety kemur fram að gert sé ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári. Áhuginn fyrir gerð myndarinnar kviknaði þegar Obama tilkynnti að hann hygðist taka þátt í forkosningum demókrata. Haft er eftir Edward Norton að honum finnist spennandi að maður af hans eigin kynslóð, en ekki af kynslóð foreldra hans, skuli láta til sín taka eins og Obama gerir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.