Sport

Nadal vann einliðaleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafael Nadal fagnaði innilega.
Rafael Nadal fagnaði innilega.

Wimbledon-meistarinn Rafael Nadal vann gullverðlaunin í einliðaleik karla í tennis á Ólympíuleikunum. Nadal er frá Spáni en hann lagði Fernando Gonzalez frá Chile í úrslitaleiknum.

Nadal vann 6-3, 7-6 og 6-3. Þetta er fyrsta ólympíugullið sem Spánn vinnur í tenniskeppni.

Nadal mun hirða efsta sæti heimslistans á mánudag af Roger Federer sem hefur trjónað á toppnum í fjögur og hálft ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×