Erlent

Fangavörður í Danmörku sýknaður af símasmygli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dómstóll í Danmörku hefur sýknað fangavörð sem ákærður var fyrir að reyna að smygla farsíma til dæmds morðingja í fangelsi á Helsingjaeyri.

Vörðurinn hafði verið dæmdur til 20 daga fangelsisvistar á neðra dómsstigi en Eystri-Landsréttur sýknaði hann með þeim rökstuðningi að brotið hefði aldrei verið fullframið þar sem maðurinn hefði ekki náð að koma símanum fyrir í poka með fötum sem fanginn átti að fá. Hann hafði útvegað símann en lengra náði áætlunin ekki og því ekki um neitt brot að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×