Innlent

Slökkva eld í tjörupotti við nýbyggingu

MYND/Anton Brink

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að nýbyggingu við Gullakur 4 í Garðabæ nú á ellefta tímanum vegna elds sem komið hafði upp í tjörupotti.

Verið var að bræða tjörupappa á þak nýbyggingarinnar þegar eldurinn kom upp en hann er að sögn slökkviliðs aðeins bundinn við pappann. Einn slökkvibíll var sendur á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins.

Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að fjölmargir hefðu hringt inn og talið að um stórbruna væri að ræða en vegna þess hve veðrið er stillt og bjart sést reykurinn frá byggingunni víða að.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×