Innlent

Rannsókn heldur áfram á meintu manndrápi

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður.
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður.

Lögreglan á Selfossi heldur áfram rannsókn á meintu manndrápi í sumarbústað um síðustu helgi. Í tilkynningu frá Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni segir að enn séu nokkur atriði óljós, þrátt fyrir ítarlegar yfirheyrslur í gær og í dag.

„Í afmælisveizlu sem haldin var í bústaðnum kom til átaka, sem leiddu til áverka á hinum látna," segir Ólafur Helgi. „Talið er að þeir hafi leitt til dauða mannsins, en ekki liggja fyrir upplýsingar um dánarorsök. Talið er að ekki hafi verið fleiri fullorðnir í bústaðnum en þau fjögur sem nú sitja í gæzluvarðhaldi, auk hins látna, en fólkið er frá Litháen."

Þá segir að í sumarbústaðnum hafi verið eins árs gamalt barn, sem mun hafa sofið í öðru herbergi en því þar sem átökin urðu. Barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda í heimilissveitarfélagi þess.

Lögreglan bíður enn niðurstöðu krufningar, en bráðabirgðaniðurstaða úr henni er væntanleg fyrir vikulok.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×