Sport

Erfitt að hætta í meistaramótinu

Nú er spurning hvort ökumaðurinn Petter Solberg finnur atvinnu hjá nýju liði við enda regnbogans eður ei.
Nú er spurning hvort ökumaðurinn Petter Solberg finnur atvinnu hjá nýju liði við enda regnbogans eður ei. Mynd: Getty Images

Forstjóri Subaru, Ikuo Mori segir að Subar liðð gæti vel mætt aftur í heimsmeistaramótið í rallakstri. Liðið dró sig úr keppni fyrir nokkrum dögum og mætir ekki til leiks 2009.

Breyttar reglur 2010 þýða mun minni kostnað við þátttöku og vitað er að nokkrar bílaverksmiðjur sýna málinu áhuga.

"Við þurftum að draga úr rekstrarkostnaði og því var sú leið farinn að hætta í rallinu. Það gæti vel farið svo að við mættum aftur í slaginn, það er ekki útilokað. Verst þykir okkur að valda fylgjendum okkar leiða. Þetta var erfið ákvörðun en nauðsynleg og við þökkum aðdáendum okkar stuðninginn síðustu ár", sagði Mori.

Aðeins Ford og Citroen munu keppa með verksmiðjulið á næsta ári, en Subaru og Suzuki ákváðu í vikunni að keppa ekki 2009.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×