Erlent

Kínverjar ætla að koma ólympíukyndlinum áfram

Öryggisvörður fyrir framan skilti af Ólympíuleikunum í Peking.
Öryggisvörður fyrir framan skilti af Ólympíuleikunum í Peking. MYND/AP

Yfirvöld í Peking hafa sagt að „ekkert afl" muni hindra ólympíueldinn á leið hans um heiminn á sama tíma og fjöldi manns mótmælir leið kyndilsins um Bandaríkin.

Sjö mótmælendur fylgjandi frelsi Tíbet hafa þegar verið handteknir í San Francisco eftir að festa auglýsingaborða á Golden Gate brúnna með slagorðum gegn Kína.

Áætlað er að kyndilsins komi til borgarinnar innan nokkurra klukkutíma. Mótmælendur heftuðu för hans í London og París.

Alþjóða Ólympíunefndin hittist í Peking og sagði að þeir muni endurskoða fyrirkomulag kyndilhlaupsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×