Erlent

Tíbetskir mótmælendur klifruðu upp Golden Gate brúnna

Þrír tíbetskir mótmælendur klifruðu upp á Golden Gate brúnna við San Francisco í gærdag og hengdu þar upp fána með slagorðum.

Á fánunum stóð annarsvegar Einn heimur, einn draumur og hinsvegar Frjálst Tíbet 2008. Mikill viðbúnaður er nú í San Francisco en von er á Olympíueldinum þangað á morgun.

Hundruðir lögreglumanna munu reyna að koma í veg fyrir uppákomur á borð við þær sem orðið hafa í London og París í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×