Innlent

BHM vill nýja vegamálastjóraauglýsingu

Kristján Möller samgönguráðherra.
Kristján Möller samgönguráðherra.

Vísi hefur borist eftirfarandi bréf Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, til Kristjáns L. Möller samgönguráðherra:

„Nokkrir félagsmenn aðildarfélaga BHM hafa vakið athygli bandalagsins á auglýsingu um

stöðu vegamálstjóra sem birtist á Starfatorgi þann 19. mars sl.

Þar er gerð krafa um háskólamenntun í verkfræði eða sambærilega menntun. Alls óljóst er

hvað átt er við með sambærilegri menntun; er átt við sambærilega lengd menntunar eða

menntun í skyldum greinum og þá hverjum?

Sé litið til verkefna stofnunarinnar eins og þau eru skilgreind í lögum í 5. gr. laga nr. 80/2007

felast þau helst í aðstoð við ráðherra vegna stefnumótunar, skiptingu fjármuna, rekstur og

umsjón tilgreindra málaflokka. Á fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir um 35 milljarða króna

umsvifum Vegagerðarinnar og starfsmenn munu vera um 320.

Í lögum um Vegagerðina er ekki gerð krafa um að vegamálstjóri hafi verkfræðimenntun. Með

vísan til þess, verkefna hennar og umsvifa fer Bandalag háskólamanna fram á að auglýsingin verði dregin til baka og staðan auglýst að nýju með skýrum kröfum um menntun umsækjenda."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×