Innlent

UPS-maður áfram í gæsluvarðhaldi og Annþór í afplánun

Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni sem handtekinn var í tengslum við svokallað hraðsendingarmál var framlengt til 18. apríl í dag. Hann sat í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag en var framlengt á grundvelli almannahagsmuna.

Annþór Kristján Karlsson sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna sama máls var gert að hefja afplánun á eftirstöðum dóms sem hann hefur áður hlotið.

Tómas Kristjánsson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar vegna svokallaðs hraðsendingarmáls sem snertir innflutning á tæpum fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni.

Annþór sem handtekinn var vegna sama máls hefur setið í gæsluvarðhaldi sem rann einnig út í dag. Þegar hann var handtekinn var hann á reynslulausn vegna líkamsárásar sem hann hlaut þriggja ára dóm fyrir. Honum er því gert að hefja afplánun á eftirstöðvum þess dóms sem eru samtals 360 dagar.

Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssyni, sem einnig voru handteknir vegna málsins, hefur verið sleppt.

Sjá einnig:

Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn enn í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum fíkniefnasmyglurum

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir bræðrum

UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi

Hraðsendingarmálið: Fjórði maðurinn handtekinn

Hafði unnið hjá UPS í þrjú ár

Lögreglan gerði húsleit á skrifstofu fjármálaráðuneytisins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×