Þingmaður græddi tugþúsundir á fjárhættuspili Andri Ólafsson skrifar 20. febrúar 2008 14:47 Birkir Jón Jónsson Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættuspilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna. Heimildir Vísis herma að Birkir Jón hafi grætt um 50 þúsund krónur þetta kvöld. Birkir Jón neitar því hins vegar sjálfur og vill ekki tjá sig um hversu mikla peninga hann spilaði fyrir. „Ég spilaði nokkur spil um helgina eins og fjöldi annarra manna gerði. Ég tók m.a. þátt í bridgehátíð, ásamt hundruðum manna. Þar voru þátttökugjöld innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig. Síðan stóð ég upp frá borðinu og settist niður við annað, þar sem einnig var fjöldi fólks saman komið. Þar voru einnig innheimt þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út," segir Birkir Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt pókermót sem haldið var af forsvarsmönnum netverslunarinnar Gizmo. „Í því ljósi að annað mótið var algjörlega spilað fyrir opnum tjöldum og myndir sýndar af því í ljósvakamiðlum og það því auðvitað talið fullkomlega eðlilegt eins og ég hef alla tíð álitið bridgemót vera, hlýt ég að spyrja hvenær spil er löglegt og hvenær það verður ólöglegt ?," spyr Birkir. Vísir hefur haft spurnir af því að skipulagðir pókerleikir af þessu tagi, þar sem menn koma saman og spila upp á háar fjárhæðir, finnist víðs vegar um Reykjavíkurborg um hverja helgi. Lögregla hefur hefur í nokkur skipti haft afskipti af skipulögðum pókerleikjum af þessu tagi en samkvæmt almennum hegningarlögum skar hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir einnig í almennum hegningarlögum að hver sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Birkir tók þátt í tveimur spilamótum um helgina. Hér er hann með makker sínum, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, á bridgemóti á Hótel Loftleiðum. „Hvaða tvískinnungur er þetta í opnu lýðræðislegu samfélagi þegar maður stendur upp frá einu borði með bæjarstjórum, seðlabankastjórum og hæstaréttadómurum, með myndavélarnar yfir sér, og sest að öðru þar sem maður notar nánast sama spilastokk, og þar er einnig kominn saman fjöldi fólks, þá er seinna spilið gert tortryggilegt?" spyr Birkir. „Ef maður horfir svo á þetta í heildarsamhengi þá telst það ekki fjárhættuspil að kaupa miða í happdrætti Háskólans, spila bingó í Vinabæ, spila í spilakössum og þar fram eftir götunum. Auðvitað mun ég því halda áfram að taka þátt í hinum ýmsu spilamótum og reikna með að það muni aðrir áhugamenn gera líka," segir Birkir. Tengdar fréttir Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34 „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættuspilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna. Heimildir Vísis herma að Birkir Jón hafi grætt um 50 þúsund krónur þetta kvöld. Birkir Jón neitar því hins vegar sjálfur og vill ekki tjá sig um hversu mikla peninga hann spilaði fyrir. „Ég spilaði nokkur spil um helgina eins og fjöldi annarra manna gerði. Ég tók m.a. þátt í bridgehátíð, ásamt hundruðum manna. Þar voru þátttökugjöld innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig. Síðan stóð ég upp frá borðinu og settist niður við annað, þar sem einnig var fjöldi fólks saman komið. Þar voru einnig innheimt þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út," segir Birkir Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt pókermót sem haldið var af forsvarsmönnum netverslunarinnar Gizmo. „Í því ljósi að annað mótið var algjörlega spilað fyrir opnum tjöldum og myndir sýndar af því í ljósvakamiðlum og það því auðvitað talið fullkomlega eðlilegt eins og ég hef alla tíð álitið bridgemót vera, hlýt ég að spyrja hvenær spil er löglegt og hvenær það verður ólöglegt ?," spyr Birkir. Vísir hefur haft spurnir af því að skipulagðir pókerleikir af þessu tagi, þar sem menn koma saman og spila upp á háar fjárhæðir, finnist víðs vegar um Reykjavíkurborg um hverja helgi. Lögregla hefur hefur í nokkur skipti haft afskipti af skipulögðum pókerleikjum af þessu tagi en samkvæmt almennum hegningarlögum skar hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir einnig í almennum hegningarlögum að hver sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Birkir tók þátt í tveimur spilamótum um helgina. Hér er hann með makker sínum, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, á bridgemóti á Hótel Loftleiðum. „Hvaða tvískinnungur er þetta í opnu lýðræðislegu samfélagi þegar maður stendur upp frá einu borði með bæjarstjórum, seðlabankastjórum og hæstaréttadómurum, með myndavélarnar yfir sér, og sest að öðru þar sem maður notar nánast sama spilastokk, og þar er einnig kominn saman fjöldi fólks, þá er seinna spilið gert tortryggilegt?" spyr Birkir. „Ef maður horfir svo á þetta í heildarsamhengi þá telst það ekki fjárhættuspil að kaupa miða í happdrætti Háskólans, spila bingó í Vinabæ, spila í spilakössum og þar fram eftir götunum. Auðvitað mun ég því halda áfram að taka þátt í hinum ýmsu spilamótum og reikna með að það muni aðrir áhugamenn gera líka," segir Birkir.
Tengdar fréttir Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34 „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34
„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08