Að borga brúsann Oddný Sturludóttir skrifar 4. febrúar 2008 06:00 Nokkrir þingmenn og einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa lýst ánægju með skörungsskap nýja meirihlutans í Reykjavíkurborg hvað varðar kaupin á húsunum við Laugaveg 4 og 6. Í sömu andrá hafa þeir lýst vanþóknun sinni á þeirri svokölluðu heimtufrekju fráfarandi meirihluta að hafa ætlað ríkissjóði að „borga brúsann". Margoft hefur það verið áréttað að málefni húsanna að Laugavegi 4 og 6 voru í ágætum farvegi. Húsafriðunarnefnd mælti með friðun þeirra og það stóð upp á fagráðherra húsafriðunar, menntamálaráðherra, að staðfesta þá friðun. Ef málið hefði farið sína leið hefði skaðabótaskyldan gagnvart eigendunum líklegast fallið á ríkið og það sem mikilvægara er - hún hefði fylgt markaðsverði. Um 280 milljónir hefðu þar með sparast. Eigandi húsanna hefði hvorki tapað né hagnast og ekki hefði verið sett vafasamt fordæmi sem hleypir markaðsverði á gömlum húsum upp í hæstu hæðir. Húsafriðun er enginn greiði gerður með svo flausturslegum vinnubrögðum. Áðurnefnd viðhorf þingmannanna og ráðherrans til þessara ævintýralegu kaupa lýsa talsverðri óbilgirni. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum könnumst vel við þá tilfinningu að „fá reikninginn sendan". Við erum sífellt að „borga brúsann" fyrir ríkið. Á síðasta ári var framlag til einkarekinna skóla lögbundið. Reikningur Reykjavíkurborgar hækkar um 90 milljónir fyrir vikið. Ríkið hefur um árabil þverskallast við að borga brúsann þegar kemur að framhaldsnámi í tónlist, sem ríkinu ber að gera lögum samkvæmt. Það gera 170 milljónir árlega hjá Reykjavíkurborg. Ný lög um leik- og grunnskóla gera ráð fyrir að kennarar hafi meistaragráðu við upphaf starfsævinnar. Sem skólapólitíkus fagna ég aukinni viðurkenningu á mikilvægi kennarastarfsins en hugsa óneitanlega til kostnaðaraukans sem fellur á sveitarfélögin. Í þessu umhverfi, þar sem svo ótal úrlausnarefni eru framundan fyrir ríkið og sveitarfélögin að leysa í sameiningu, er ekki sigurstranglegt að fara vígaleiðina. Hagsmunir íbúanna eru þeir sömu hvort sem ábyrgðin er heima í héraði - eða á hendi ríkisins. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmenn og einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa lýst ánægju með skörungsskap nýja meirihlutans í Reykjavíkurborg hvað varðar kaupin á húsunum við Laugaveg 4 og 6. Í sömu andrá hafa þeir lýst vanþóknun sinni á þeirri svokölluðu heimtufrekju fráfarandi meirihluta að hafa ætlað ríkissjóði að „borga brúsann". Margoft hefur það verið áréttað að málefni húsanna að Laugavegi 4 og 6 voru í ágætum farvegi. Húsafriðunarnefnd mælti með friðun þeirra og það stóð upp á fagráðherra húsafriðunar, menntamálaráðherra, að staðfesta þá friðun. Ef málið hefði farið sína leið hefði skaðabótaskyldan gagnvart eigendunum líklegast fallið á ríkið og það sem mikilvægara er - hún hefði fylgt markaðsverði. Um 280 milljónir hefðu þar með sparast. Eigandi húsanna hefði hvorki tapað né hagnast og ekki hefði verið sett vafasamt fordæmi sem hleypir markaðsverði á gömlum húsum upp í hæstu hæðir. Húsafriðun er enginn greiði gerður með svo flausturslegum vinnubrögðum. Áðurnefnd viðhorf þingmannanna og ráðherrans til þessara ævintýralegu kaupa lýsa talsverðri óbilgirni. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum könnumst vel við þá tilfinningu að „fá reikninginn sendan". Við erum sífellt að „borga brúsann" fyrir ríkið. Á síðasta ári var framlag til einkarekinna skóla lögbundið. Reikningur Reykjavíkurborgar hækkar um 90 milljónir fyrir vikið. Ríkið hefur um árabil þverskallast við að borga brúsann þegar kemur að framhaldsnámi í tónlist, sem ríkinu ber að gera lögum samkvæmt. Það gera 170 milljónir árlega hjá Reykjavíkurborg. Ný lög um leik- og grunnskóla gera ráð fyrir að kennarar hafi meistaragráðu við upphaf starfsævinnar. Sem skólapólitíkus fagna ég aukinni viðurkenningu á mikilvægi kennarastarfsins en hugsa óneitanlega til kostnaðaraukans sem fellur á sveitarfélögin. Í þessu umhverfi, þar sem svo ótal úrlausnarefni eru framundan fyrir ríkið og sveitarfélögin að leysa í sameiningu, er ekki sigurstranglegt að fara vígaleiðina. Hagsmunir íbúanna eru þeir sömu hvort sem ábyrgðin er heima í héraði - eða á hendi ríkisins. Höfundur er borgarfulltrúi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun