Þéttur eða þríklofinn Sjálfstæðisflokkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2025 16:00 Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun