Lífið

Britney sakar mömmu um að vilja stela kærastanum

Britney var skrautleg síðustu dagana áður en hún var lögð inn.
Britney var skrautleg síðustu dagana áður en hún var lögð inn.
Læknar við UCLA sjúkrahúsið þar sem Britney dvelur nú hafa skilgreint hana sem „G.D", Gravely Disabled, eða alvarlega fatlaða. Það þýðir að læknar meta hana vanhæfa til að sinna grunnþörfum eins og að verða sér út um mat, klæða sig og sjá sér fyrir húsaskjóli. Skilgreininguna þarf til að hægt sé að vista hana gegn vilja sínum.

Heimildamenn TMZ innan spítalans segja að Britney sé í alvarlegu maníukasti. Samkvæmt þeim liðu tveir tímar frá því Britney mætti á sjúkrahúsið þangað til hún var lögð inn, vegna þess hve illa hún hegðaði sér.

Britney reifst og skammaðist við móður sína, og sakaði hana um að ætla að stela kærastanum sínum. „Eina ástæðan fyrir því að hún vill láta leggja mig inn er svo hún geti verið ein með kærastanum mínum! Hún vill sofa hjá kærastanum mínum!" öskraði Britney, en útskýrði þó aldrei um hvern hún væri að tala.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.