Lífið

Má ekki opna alfræðisíðu um Harry Potter

J.K. Rowling ber allur höfundaréttur hugarfóstur síns.
J.K. Rowling ber allur höfundaréttur hugarfóstur síns.

Eiganda vefsíðu nokkurrar í Bandaríkjunum er óheimilt að opna eins konar alfræðiorðabók um hinn fjölkunnuga Harry Potter á síðunni.

Þetta var niðurstaða alríkisdómstóls í New York í gær. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að rithöfundinum J.K. Rowling bæri allur höfundarréttur og arðbær notkun hugarfósturs síns.

Eigandi vefsíðunnar var að auki dæmdur til að greiða Rowling og útgáfufyrirtæki hennar sem nemur tæpum 600 þúsund krónum í skaðabætur fyrir ólögmæta notkun efnis úr skáldsögum hennar á síðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.