Innlent

Unnustan ræður hvílustað Bobbys

Bobby Fischer.
Bobby Fischer.

Ákvörðun um hvar útför Bobby Fishers fer fram er í höndum eftirlifandi unnustu hans, Miyoko Watai.

Hennar er ekki að vænta hingað til lands fyrr en á þriðjudag og þangað til verður ekki ljóst hvort útförin fer fram hér á landi eða ekki. Íslenskir vinir Fishers ætla að hittast í dag til að móta tillögur um útförina.

Einar S. Einarsson, einn þeirra sem unnu að því að fá Fisher til Íslands, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hópurinn vildi helst að Fisher fengi að hvíla í íslenskri fold en Japan kæmi einnig sterklega til greina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.