Innlent

Smábörn tékkuð tvisvar inn

SB skrifar
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Jet-X.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Jet-X.

Hópur Íslendinga varð strandaglópar á Kanaríeyjum á leiðinni til Teneriffe seinni partinn í dag. Ástæðan voru mistök við innritun í vél Heimsferða í Leifsstöð í morgun.

,,Þetta hófst með tæknilegri bilun í morgun í Keflavík. Svo var farþegalistinn rangur og þegar vélin millilenti í Puerto Ventura kom í ljós að það voru of margir farþegar í vélinni," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Jet-X sem er í eigu Heimsferða.

Íslendingarnir töfðust um fáeina klukkutíma sökum þessa. Fólk úr hópnum hafði samband við Vísi og sagði ástandið erfitt; það væri heitt og stutt í tilfinningarnar.

Jón Karl staðfesti svo við Vísi að vélin væri komin í loftið. ,,Fólk fékk mat og drykk. Það var allt reynt til að létta þeim vistina en vélin fer ekki í loftið ef farþegalisti stemmir ekki," segir Jón Karl.

Og að lokum komu mistökin í ljós. ,,Það voru smábörn tékkuð tvisvar inn," segir Jón Karl og vonandi fyrir íslensku ferðalanganna sannast hið fornkveðna að fall er fararheill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×