Erlent

Mótmæli þegar hafin í San Francisco

Mótmæli eru þegar hafin í San Francisco nokkur áður en bera á Olympíueldinn um borgina seinna í dag.

Hundruðir stuðningsmanna fyrir frelsi Tíbet hafa gengið um götur borgarinnar og hópur þeirra veifaði fána Tíbets fyrir framan kínversku ræðismannsskrifstofuna í borginni.

Talsmaður kínversku stjórnarinnar hefur fordæmt þessi mótmæli en segir engin áform uppi um að hætta við að bera Olympíueldinn um borgina.

Gífurlegur viðbúnaður er af hálfu lögreglu í borginni og borgarstjórinn hefur haft samband við kollega sína í London og París um ráðgjöf við að halda mótmælendum í skefjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×