Erlent

Átta milljónir Evrópubúa verða atvinnulausar á næstu árum

Átta milljónir manna í Evrópusambandsríkjunum munu missa vinnuna á næstu tveimur árum gangi spár OECD eftir.

Stofnunin birti í dag nýja spá um þróun efnahagsmála og segir þar að yfirstandandi kreppa verði sú versta frá því á níunda áratug síðustu aldar. Þannnig býst OECD við að 42 milljónir manna innan ESB verði atvinnulausar árið 2010 en 34 milljónir eru nú atvinnulausar í sambandinu.

„Óvissan í spánni er óvenjumikil. Það mun mikið ráðast af því hversu hratt fjármálakreppan gengur yfir," segir Klaus Schmidt-Hebbel, aðalhagfræðingur OECD.

Efnahags- og framfarastofnunin segir enn fremur að þau lönd sem lenda muni í mestum erfiðleikum séu Ísland, Írland, Ungverjaland, Lúxemborg, Spánn, Tyrkland og Bretland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×