Enski boltinn

United hefur titilvörn gegn Newcastle

Cristiano Ronaldo og félagar hans í Manchester United byrja á því að glíma við Newcastle.
Cristiano Ronaldo og félagar hans í Manchester United byrja á því að glíma við Newcastle. MYND/Getty

Englandsmeistarar Manchester United hefja titilvörn sína á komandi keppnistímabili gegn Newcastle á Old Trafford. Þetta var kunngjört í morgun í kjölfar þess að dregið var í umferðir næsta vetrar.

Enska úrvalsdeildin hefst þann 16. ágúst, eftir slétta tvo mánuði, með heilli umferð og mun Luis Felipe Scolari, nýr stjóri Chelsea, taka ásamt sveinum sínum á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Portsmouth þann dag. Nýliðar West Bromwich Albion eiga erfiðan fyrsta leik því þeir mæta Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum og þá mun fyrrverandi Íslendingaliðið Stoke sækja Bolton heim.

Eins og oft áður búast menn við baráttu Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool um titilinn næsta vetur en fyrsti leikur þessara fjögurra stóru liða verður 13. september þegar Manchester United heimsækir Liverpool á Anfield.

Fyrsta umferðin lítur annars svona út:

Arsenal v West Brom

Aston Villa v Man City

Bolton v Stoke

Chelsea v Portsmouth

Everton v Blackburn

Hull v Fulham

Man Utd v Newcastle

Middlesbrough v Tottenham

Sunderland v Liverpool

West Ham v Wigan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×