Athugasemdir við grein Helga Hjörvars Ingimundur Friðriksson. skrifar 22. nóvember 2008 09:00 Í grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2008 rekur Helgi Hjörvar alþingismaður 23 atriði sem hann telur sýna fram á stjarnfræðilegt vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans. Hér skal aðeins í örstuttu máli brugðist við athugasemdum Helga í sömu töluröð og þær voru í grein hans. 1. Seðlabankinn er ekki gjaldþrota. Líkt og margir aðrir er líklegt að Seðlabankinn verði fyrir tjóni vegna hruns bankanna en stærð þess liggur ekki fyrir. Seðlabankinn bauð innlendum bönkum upp á áþekka fyrirgreiðslu og seðlabankar í öðrum löndum og tók að veði hliðstæð verðbréf og aðrir seðlabankar, þ.m.t. skuldabréf útgefin af bönkum. Hið sama gerði t.d. Seðlabanki Evrópu. Hægt hefði verið að búa svo um hnúta að veð Seðlabankans hefðu verið tryggð í uppskiptingu bankanna í október. Kosið var að fara þá leið sem farin var til þess að kröfuhafar sætu allir við sama borð og að ekki yrði sköpuð tilefni til málssóknar af hálfu erlendra kröfuhafa vegna mismununar. 2. Seðlabankinn hefur rækilega gert grein fyrir gjaldeyrisforða sínum í ritum sínum og annars staðar. Í minnisblaði sem birt var á heimasíðu bankans 9. október sl. var gerð grein fyrir viðleitni hans til þess að stækka forðann í ár. Gagnrýni Helga er hafnað. 3. Ekki er rétt að bankanum hafi staðið til boða lán frá JP Morgan á góðum kjörum sl. vor, hvað þá í þeirri fjárhæð sem Helgi gefur í skyn. 4. Það er rangt að bankinn átti sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika. Hann hefur kappkostað að sinna því hlutverki af kostgæfni eins og endurspeglast m.a. í ritum hans. Þá hefur hann beitt reglum um gjaldeyrisjöfnuð og lausafjárkvöð og vakað yfir hvoru tveggja. Lækkun bindiskyldu árið 2003 var síðasti áfanginn í að skapa innlendum fjármálafyrirtækjum sömu rekstrarskilyrði og fjármálafyrirtæki bjuggu við á evrópska efnahagssvæðinu. Það var í samræmi við stefnu sem mótuð var á árinu 1998. Frá árinu 2003 voru bindiskyldureglur Seðlabanka Íslands nánast samhljóða reglum Seðlabanka Evrópu. 5. Seðlabanki Íslands náði verðbólgumarkmiði sínu á fyrri hluta verðbólgumarkmiðsskeiðsins. Rækilega hefur verið gerð grein fyrir því hvers vegna erfitt var að ná markmiðinu á síðustu misserum og fer því fjarri að þar sé við Seðlabankann einan að sakast. Framvinda opinberra fjármála, skattabreytingar, fyrirkomulag húsnæðislána, opinberra og annarra, stórðiðjufjárfestingar, miklar launahækkanir o.fl. urðu þess valdandi að þensla varð meiri en ráðið var við með stjórntækjum peningamála einum. 6. Svar við 5. lið á að nokkru leyti við í 6. lið. Kynnt var undir neyslu og fjárfestingargleði með ónógu aðhaldi á öðrum sviðum efnahagslífs en peningamála. 7. Þessi liður er tæpast svaraverður. Gjaldeyrisforði þjóðarinnar er ávaxtaður samkvæmt reglum sem um það gilda, í traustum skuldabréfum og á innlánsreikningum í alþjóðlega viðurkenndum og traustum fjármálafyrirtækjum. 8. Seðlabankinn hafði ágæta mynd af stöðu bankanna á fyrri hluta þessa árs eins og endranær. Það sem kristallaðist fyrr á þessu ári var mat alþjóðlegra fyrirtækja á hve langvinn alþjóðlega fjármálakreppan yrði og hversu erfið hún gæti orðið bönkum sem reiddu sig í þeim mæli sem íslenskir bankar gerðu á fjármögnun á alþjóðlegum lánamörkuðum. 9. Lækkun bindiskyldu á erlendum útibúum íslenskra banka fyrr á þessu ári fól í sér að bindiskyldureglurnar voru lagaðar að því sem gildir í Seðlabanka Evrópu. Í regluverki hans eru innstæður í útibúum evrópskra banka á Evrópusvæðinu en utan heimalands ekki háðar bindiskyldu. 10. Því er alfarið hafnað að fjármálastöðugleikaskýrslan frá því í maí sl. feli í sér villandi upplýsingagjöf. Þar er framvindan rakin ítarlega og gerð grein fyrir veikleikum í stöðunni. Skýrslan talar best sínu máli, rétt eins og fyrri skýrslur bankans um fjármálastöðugleika. Einnig má vitna til umsagna annarra, svo sem matsfyrirtækja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr á þessu ári. Rétt er að minna á að hamfarir riðu yfir alþjóðlega fjármálamarkaði eftir að skýrslan var gefin út í maí sl., einkum nú á haustmánuðum. 11. Viðbragðsáætlanir höfðu verið gerðar í Seðlabankanum. 12. Um vaxtabreytingar í október var fjallað í fréttatilkynningu bankans og Peningamálum nú í nóvember og engu við að bæta. 13. Seðlabankinn keppti ekki við viðskiptabankana um fjármagn með skuldabréfaútgáfu og lánalínum. Hann samdi fyrir hönd ríkissjóðs um lán með milligöngu þýsks banka í ágúst sl. Í þeim viðræðum kom aldrei fram og var aldrei nefnt að lánveiting til ríkissjóðs myndi hafa áhrif á önnur viðskipti þeirra banka á Íslandi. Annað kom á daginn og kom öllum á óvart. 14. Bankinn hefur áður svarað því af hverju hann átti ekki aðild að samningum norrænna seðlabanka við bandaríska seðlabankann. Bankinn átti viðræður við bandaríska seðlabankann. Ekki var unnt að greina frá þeim á meðan þær stóðu yfir. Fráleitt er að halda því fram að þar hafði verið um viðvaningshátt að ræða. Aftur er vitnað til minnisblaðs bankans frá 9. október sl. 15. Það var ríkisstjórnin sem ákvað að taka yfir Glitni. Ákvörðunin var ekki stórslys. Um aðra kosti var ekki að velja eins og málum var þá komið. 16. Um miðjan október fetaði Seðlabankinn og önnur stjórnvöld sig inn í nýtt umhverfi eftir hrun bankanna. Gengi krónunnar var ekki fest heldur var um milliáfanga að ræða þar til það fyrirkomulag var valið sem fylgt hefur verið í meginatriðum síðan. Aðstæður kröfðust óvenjulegra en eins skipulegra viðbragða og unnt var. 17. Kastljóssviðtal við formann bankastjórnar hafði ekkert með fall Kaupþings að gera. 18. Tilkynning um lán rússneskra stjórnvalda var byggð á upplýsingum sem bankanum bárust á þeim tíma og ekki var ástæða að ætla annað en að þær væru fullkomlega áreiðanlegar. 19. Það er mat hvers og eins hvort ummæli af því tagi sem vitnað er til í 19. tölulið hafa sérstök áhrif á trúverðugleika íslensks fjármálakerfis. Ýmsir hafa tjáð sig í erlendum fjölmiðlum um íslenskt fjármálakerfi og ekki víst að það hafi allt verið hjálplegt. 20. Liðir 20. til 22. vísa til ræðu formanns bankastjórnar á dögunum og tengdra hluta og mun hann skýra þau sjálfur að því marki sem hann telur tilefni til. 23. Ég kannast ekki við að seðlabankastjóri hafi veitt seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum. Dylgjur um að Seðlabankastjórn muni verja lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á óeðlilegan máta eru ósmekklegar svo vægt sé til orða tekið og ekki svaraverðar. Er líklegt að lánveitendur, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og aðrir, myndu veita lánin ef ástæða væri til að efast um að þeim yrði skynsamlega varið? Óskandi væri að umræður um Seðlabankann og verk hans yrðu málefnalegri og mótuðust ekki af sjónarmiðum sem í engu snerta það mikilvæga viðfangsefni bankans að taka þátt í endurreisn þjóðarbúskaparins eftir áföll haustsins. Höfundur er bankastjóri Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Stjarnfræðilegt vanhæfi Dramadrottningin Davíð Oddsson þráir augljóslega að allt snúist um hann sjálfan. En hvað sem þeirri barnslegu þrá líður snýst umræða um stöðu Seðlabankans um annað og meira en eina persónu en það er traust og trúverðugleiki þessarar mikilvægu stofnunar. Pólitískum deilum við Davíð Oddsson er mikilvægt að halda utan við það mat en sjálfur hef ég gert grein fyrir afstöðu minni í þeim efnum m.a. í greininni „Klassískur kommúnistaleiðtogi" í Morgunblaðinu vorið 2001. 21. nóvember 2008 06:00 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2008 rekur Helgi Hjörvar alþingismaður 23 atriði sem hann telur sýna fram á stjarnfræðilegt vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans. Hér skal aðeins í örstuttu máli brugðist við athugasemdum Helga í sömu töluröð og þær voru í grein hans. 1. Seðlabankinn er ekki gjaldþrota. Líkt og margir aðrir er líklegt að Seðlabankinn verði fyrir tjóni vegna hruns bankanna en stærð þess liggur ekki fyrir. Seðlabankinn bauð innlendum bönkum upp á áþekka fyrirgreiðslu og seðlabankar í öðrum löndum og tók að veði hliðstæð verðbréf og aðrir seðlabankar, þ.m.t. skuldabréf útgefin af bönkum. Hið sama gerði t.d. Seðlabanki Evrópu. Hægt hefði verið að búa svo um hnúta að veð Seðlabankans hefðu verið tryggð í uppskiptingu bankanna í október. Kosið var að fara þá leið sem farin var til þess að kröfuhafar sætu allir við sama borð og að ekki yrði sköpuð tilefni til málssóknar af hálfu erlendra kröfuhafa vegna mismununar. 2. Seðlabankinn hefur rækilega gert grein fyrir gjaldeyrisforða sínum í ritum sínum og annars staðar. Í minnisblaði sem birt var á heimasíðu bankans 9. október sl. var gerð grein fyrir viðleitni hans til þess að stækka forðann í ár. Gagnrýni Helga er hafnað. 3. Ekki er rétt að bankanum hafi staðið til boða lán frá JP Morgan á góðum kjörum sl. vor, hvað þá í þeirri fjárhæð sem Helgi gefur í skyn. 4. Það er rangt að bankinn átti sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika. Hann hefur kappkostað að sinna því hlutverki af kostgæfni eins og endurspeglast m.a. í ritum hans. Þá hefur hann beitt reglum um gjaldeyrisjöfnuð og lausafjárkvöð og vakað yfir hvoru tveggja. Lækkun bindiskyldu árið 2003 var síðasti áfanginn í að skapa innlendum fjármálafyrirtækjum sömu rekstrarskilyrði og fjármálafyrirtæki bjuggu við á evrópska efnahagssvæðinu. Það var í samræmi við stefnu sem mótuð var á árinu 1998. Frá árinu 2003 voru bindiskyldureglur Seðlabanka Íslands nánast samhljóða reglum Seðlabanka Evrópu. 5. Seðlabanki Íslands náði verðbólgumarkmiði sínu á fyrri hluta verðbólgumarkmiðsskeiðsins. Rækilega hefur verið gerð grein fyrir því hvers vegna erfitt var að ná markmiðinu á síðustu misserum og fer því fjarri að þar sé við Seðlabankann einan að sakast. Framvinda opinberra fjármála, skattabreytingar, fyrirkomulag húsnæðislána, opinberra og annarra, stórðiðjufjárfestingar, miklar launahækkanir o.fl. urðu þess valdandi að þensla varð meiri en ráðið var við með stjórntækjum peningamála einum. 6. Svar við 5. lið á að nokkru leyti við í 6. lið. Kynnt var undir neyslu og fjárfestingargleði með ónógu aðhaldi á öðrum sviðum efnahagslífs en peningamála. 7. Þessi liður er tæpast svaraverður. Gjaldeyrisforði þjóðarinnar er ávaxtaður samkvæmt reglum sem um það gilda, í traustum skuldabréfum og á innlánsreikningum í alþjóðlega viðurkenndum og traustum fjármálafyrirtækjum. 8. Seðlabankinn hafði ágæta mynd af stöðu bankanna á fyrri hluta þessa árs eins og endranær. Það sem kristallaðist fyrr á þessu ári var mat alþjóðlegra fyrirtækja á hve langvinn alþjóðlega fjármálakreppan yrði og hversu erfið hún gæti orðið bönkum sem reiddu sig í þeim mæli sem íslenskir bankar gerðu á fjármögnun á alþjóðlegum lánamörkuðum. 9. Lækkun bindiskyldu á erlendum útibúum íslenskra banka fyrr á þessu ári fól í sér að bindiskyldureglurnar voru lagaðar að því sem gildir í Seðlabanka Evrópu. Í regluverki hans eru innstæður í útibúum evrópskra banka á Evrópusvæðinu en utan heimalands ekki háðar bindiskyldu. 10. Því er alfarið hafnað að fjármálastöðugleikaskýrslan frá því í maí sl. feli í sér villandi upplýsingagjöf. Þar er framvindan rakin ítarlega og gerð grein fyrir veikleikum í stöðunni. Skýrslan talar best sínu máli, rétt eins og fyrri skýrslur bankans um fjármálastöðugleika. Einnig má vitna til umsagna annarra, svo sem matsfyrirtækja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr á þessu ári. Rétt er að minna á að hamfarir riðu yfir alþjóðlega fjármálamarkaði eftir að skýrslan var gefin út í maí sl., einkum nú á haustmánuðum. 11. Viðbragðsáætlanir höfðu verið gerðar í Seðlabankanum. 12. Um vaxtabreytingar í október var fjallað í fréttatilkynningu bankans og Peningamálum nú í nóvember og engu við að bæta. 13. Seðlabankinn keppti ekki við viðskiptabankana um fjármagn með skuldabréfaútgáfu og lánalínum. Hann samdi fyrir hönd ríkissjóðs um lán með milligöngu þýsks banka í ágúst sl. Í þeim viðræðum kom aldrei fram og var aldrei nefnt að lánveiting til ríkissjóðs myndi hafa áhrif á önnur viðskipti þeirra banka á Íslandi. Annað kom á daginn og kom öllum á óvart. 14. Bankinn hefur áður svarað því af hverju hann átti ekki aðild að samningum norrænna seðlabanka við bandaríska seðlabankann. Bankinn átti viðræður við bandaríska seðlabankann. Ekki var unnt að greina frá þeim á meðan þær stóðu yfir. Fráleitt er að halda því fram að þar hafði verið um viðvaningshátt að ræða. Aftur er vitnað til minnisblaðs bankans frá 9. október sl. 15. Það var ríkisstjórnin sem ákvað að taka yfir Glitni. Ákvörðunin var ekki stórslys. Um aðra kosti var ekki að velja eins og málum var þá komið. 16. Um miðjan október fetaði Seðlabankinn og önnur stjórnvöld sig inn í nýtt umhverfi eftir hrun bankanna. Gengi krónunnar var ekki fest heldur var um milliáfanga að ræða þar til það fyrirkomulag var valið sem fylgt hefur verið í meginatriðum síðan. Aðstæður kröfðust óvenjulegra en eins skipulegra viðbragða og unnt var. 17. Kastljóssviðtal við formann bankastjórnar hafði ekkert með fall Kaupþings að gera. 18. Tilkynning um lán rússneskra stjórnvalda var byggð á upplýsingum sem bankanum bárust á þeim tíma og ekki var ástæða að ætla annað en að þær væru fullkomlega áreiðanlegar. 19. Það er mat hvers og eins hvort ummæli af því tagi sem vitnað er til í 19. tölulið hafa sérstök áhrif á trúverðugleika íslensks fjármálakerfis. Ýmsir hafa tjáð sig í erlendum fjölmiðlum um íslenskt fjármálakerfi og ekki víst að það hafi allt verið hjálplegt. 20. Liðir 20. til 22. vísa til ræðu formanns bankastjórnar á dögunum og tengdra hluta og mun hann skýra þau sjálfur að því marki sem hann telur tilefni til. 23. Ég kannast ekki við að seðlabankastjóri hafi veitt seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum. Dylgjur um að Seðlabankastjórn muni verja lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á óeðlilegan máta eru ósmekklegar svo vægt sé til orða tekið og ekki svaraverðar. Er líklegt að lánveitendur, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og aðrir, myndu veita lánin ef ástæða væri til að efast um að þeim yrði skynsamlega varið? Óskandi væri að umræður um Seðlabankann og verk hans yrðu málefnalegri og mótuðust ekki af sjónarmiðum sem í engu snerta það mikilvæga viðfangsefni bankans að taka þátt í endurreisn þjóðarbúskaparins eftir áföll haustsins. Höfundur er bankastjóri Seðlabanka Íslands.
Stjarnfræðilegt vanhæfi Dramadrottningin Davíð Oddsson þráir augljóslega að allt snúist um hann sjálfan. En hvað sem þeirri barnslegu þrá líður snýst umræða um stöðu Seðlabankans um annað og meira en eina persónu en það er traust og trúverðugleiki þessarar mikilvægu stofnunar. Pólitískum deilum við Davíð Oddsson er mikilvægt að halda utan við það mat en sjálfur hef ég gert grein fyrir afstöðu minni í þeim efnum m.a. í greininni „Klassískur kommúnistaleiðtogi" í Morgunblaðinu vorið 2001. 21. nóvember 2008 06:00
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun