Erlent

Öryggissveitir að ná tökum á ástandinu

Lítið er vitað um árásarmennina en þetta er einn þeirra.
Lítið er vitað um árásarmennina en þetta er einn þeirra. MYND/AP

Öryggissveitir indverska hersins virðast vera að ná tökum á ástandinu á hótelunum tveimur sem ráðist var á í gær í Mumbai.  Fréttastofa SKY greinir frá því að 39 gíslar hafi verið frelsaðir á Taj hótelinu í borginni og virðist umsátursástand þar vera yfirstaðið.Enn er í gangi umsátur um miðstöð Gyðinga í borginni að því er fulltrúi ísraelska utanríkisráðuneytisins segir fréttastofu CNN. Indverskir miðlar segja ljóst að árásarmennirnir hafi skipulagt ódæðin, sem leiddu til dauða rúmlega 120 manna, gríðarlega vel.

Talið er að þeir hafi komið inn í borgina af hafi úti á gúmmíbátum og svo virðist vera sem þeir hafi verið búnir að koma sér upp aðstöðu til að víggirða herbergi á hótelunum fyrirfram. Einnig voru þeir með lykla sem gengu að öllum herbergjum hótelanna.

Hópur sem kallar sig Deccan Mujahideen hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér, en öryggissérfræðingar kannast ekki við hópinn og telja sumir að ekkert sé hæft í því að þeir standi á bak við árásirnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×