Snúrufargan úr sögunni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 27. október 2008 10:55 Svona lítur gripurinn út - ætti ekki að þvælast fyrir neinum. MYND/Preggioni Útrás íslenskra athafnamanna er rétt að byrja hafi einhver haldið að henni væri lokið. Íslenska hönnunarfyrirtækið Preggioni hefur sett á markað vöru sem notendur ýmiss konar tónlistarspilara taka vafalítið opnum örmum. Fyrirbærið kallast Magneat (frb. magnít) og byggir á frekar einfaldri grunnhugmynd að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Preggioni. „Kveikjan að hugmyndinni var einfaldlega sá vandræðagangur sem margir notendur tónlistarspilara með heyrnartólum lenda í með snúruna. Til dæmis á hlaupabrettinu í ræktinni og svo framvegis," segir Daði Agnarsson, framkvæmdastjóri Preggioni. Magneat er í raun eins konar snúruskipuleggjari ef svo mætti að orði komast en þetta litla fyrirbæri má festa með segulfestingu á nánast hvaða fatnað sem er og hefur Preggioni tryggt sér einkaleyfi á gripnum um gervalla heimsbyggðina. Daði segir gripinn halda á heyrnartólasnúrunni en auk þess geti notandinn stytt hana í ákjósanlega lengd svo hún þvælist ekki fyrir á ögurstundu eins og margir líkamsræktarunnendur kannist án efa við. „Hátækni sér um dreifinguna á þessu fyrir okkur hér heima og í Færeyjum en auk þess höfum við nýlega náð samningum við fyrirtæki úti sem sér um dreifinguna í Austurríki og Þýskalandi," segir hann enn fremur og bætir því við að sókn á markaði á Englandi, Spáni, Írlandi og í Benelúx-löndunum fylgi svo í kjölfarið. Daði gerir ráð fyrir að markaðurinn taki Magneat opnum örmum enda hafi yfir 700 milljónir tónlistartækja sem á einhvern hátt styðjast við heyrnartól selst í heiminum í fyrra og gert sé ráð fyrir aukningu á þessu ári. Tónlistarunnendur þurfa því ekki að kvíða óviðráðanlegu snúrufargani með tilheyrandi amstri í framtíðinni þegar Magneat mun hanga í hvers manns barmi og sjá um að temja leiðslurnar sem reynst hafa mörgum hvimleiðar. Kostnaðurinn ætti ekki að steypa neinum í gjaldþrot, fyrir Magneat greiðist rétt rúmlega andvirði tveggja sígarettupakka. Sumum gæti því reynst þessi nýjung hvort tveggja, áskorun um að hætta að reykja og drífa sig með iPod-spilarann í ræktina. Áhugasamir geta lesið sér frekar til um Magneat hér. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Sjá meira
Útrás íslenskra athafnamanna er rétt að byrja hafi einhver haldið að henni væri lokið. Íslenska hönnunarfyrirtækið Preggioni hefur sett á markað vöru sem notendur ýmiss konar tónlistarspilara taka vafalítið opnum örmum. Fyrirbærið kallast Magneat (frb. magnít) og byggir á frekar einfaldri grunnhugmynd að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Preggioni. „Kveikjan að hugmyndinni var einfaldlega sá vandræðagangur sem margir notendur tónlistarspilara með heyrnartólum lenda í með snúruna. Til dæmis á hlaupabrettinu í ræktinni og svo framvegis," segir Daði Agnarsson, framkvæmdastjóri Preggioni. Magneat er í raun eins konar snúruskipuleggjari ef svo mætti að orði komast en þetta litla fyrirbæri má festa með segulfestingu á nánast hvaða fatnað sem er og hefur Preggioni tryggt sér einkaleyfi á gripnum um gervalla heimsbyggðina. Daði segir gripinn halda á heyrnartólasnúrunni en auk þess geti notandinn stytt hana í ákjósanlega lengd svo hún þvælist ekki fyrir á ögurstundu eins og margir líkamsræktarunnendur kannist án efa við. „Hátækni sér um dreifinguna á þessu fyrir okkur hér heima og í Færeyjum en auk þess höfum við nýlega náð samningum við fyrirtæki úti sem sér um dreifinguna í Austurríki og Þýskalandi," segir hann enn fremur og bætir því við að sókn á markaði á Englandi, Spáni, Írlandi og í Benelúx-löndunum fylgi svo í kjölfarið. Daði gerir ráð fyrir að markaðurinn taki Magneat opnum örmum enda hafi yfir 700 milljónir tónlistartækja sem á einhvern hátt styðjast við heyrnartól selst í heiminum í fyrra og gert sé ráð fyrir aukningu á þessu ári. Tónlistarunnendur þurfa því ekki að kvíða óviðráðanlegu snúrufargani með tilheyrandi amstri í framtíðinni þegar Magneat mun hanga í hvers manns barmi og sjá um að temja leiðslurnar sem reynst hafa mörgum hvimleiðar. Kostnaðurinn ætti ekki að steypa neinum í gjaldþrot, fyrir Magneat greiðist rétt rúmlega andvirði tveggja sígarettupakka. Sumum gæti því reynst þessi nýjung hvort tveggja, áskorun um að hætta að reykja og drífa sig með iPod-spilarann í ræktina. Áhugasamir geta lesið sér frekar til um Magneat hér.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Sjá meira