Innlent

Um 4000 hafa skoðað bílasýningu Kvartmíluklúbbsins

Tæplega fjögur þúsund manns hafa komið á bílasýningu Kvartmíluklúbssins sem opnuð var í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi síðastliðinn föstudag. Á fjórða hundrað sportbílar, fornbílar og vélhjól af öllum gerðum eru þar til sýnis. Kraftmesti bíll landsins af tegundinni Dragster er einnig á sýningunni en hann er um 2300 hestöfl. Allur ágóði sýningarinnar rennur til uppbyggingar á sér akstursbraut á lokuðu svæði fyrir Kvartmíluklúbbinn. Markmið klúbbsins er að ná hraðakstri af götunum og inn á lokuð svæði. Sýningin stendur til 10 í kvöld og frá ellefu til átta annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×