Sport

Kenískur sigur í hindrunarhlaupi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brimin Kipruto.
Brimin Kipruto.
Brimin Kipruto frá Kenía vann gullverðlaunin í 3.000 metra hindrunarhlaupi karla í dag. Kipruto kom í mark á 8:10,34 mínútum. Mahiedine Mekhissi frá Frakklandi varð annar og Richard Kipkemboi Mateelong frá Kenía þriðji.

Heimsmeistarinn Irving Jahir Saladino frá Panama varð Ólympíumeistari í langstökki karla en hann náði að stökkva 8,34 metra. Annar var Khotso Mokoena frá Suður-Afríku og þriðji Ibrahim Camejo frá Kúbu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×