Innlent

Breyta þarf skipulagi almannatrygginga til að bæta kjör

Breyta þarf skipulagi almannatrygginga og skerðingarreglum til að bæta lífeyriskjör almennings að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands og stjórnarformanns Tryggingastofnunar. Fjölþjóðleg ráðstefna um lífeyriskerfi framtíðarinnar fer nú fram í Háskóla Íslands.

Ráðstefnan hófst í morgun en meðal fyrirlesara eru fulltrúar frá norðurlöndunum fjórum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi.

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir lífeyriskerfi Íslendinga vera gott þótt ýmsu megi breyta til að gera það betra. Hann bendir á að fólk hafi aðeins verið að greiða af heildarlaunum sínum til starfstengdra lífeyrissjóða frá árinu 1990 og það skapi viss vandamál.

Félagsmálaráðuneytið hefur um nokkurt skeið unnið að endurskoðun á almannatryggingakerfinu og Stefán er vongóður um að sú endurskoðun muni skila árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×