Innlent

Segir félag Kristjáns ekki fá sérmeðferð

Eignarhaldsfélag eiginmanns menntamálaráðherra um hlut hans í gamla Kaupþingi fær enga sérmeðferð og farið verður með það eins og öll önnur félög á Íslandi, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, átti miklar upphæðir í Kaupþingi í gegnum eignarhaldsfélagið 7 hægri ehf. Sem einn af lykilstjórnendum gamla Kaupþings fékk hann lán hjá bankanum til kaupa á hlut í Kaupþingi en auk þess settu þau hjón sparnað sinn í félagið og segjast hafa tapað miklum fjármunum við fall bankans. Hluturinn var síðan settur í eignarhaldsfélag síðastliðinn vetur. Skuldir félagsins voru ekki afskrifaðar og menntamálaráðherra hefur sagt að þau hjónin hafi ekkert að fela og óþolandi að þau séu sett í tortryggilega stöðu vegna málsins. En hver er staðan á þessu máli í dag?

Þorgerður segist ekki vita hvort félagið muni fara í þrot. Hún segir að farið verði að lögum, og félagið meðhöndlað eins og önnur félög. Aðspurð hvort það þýði ekki að félagið fari í þrot sagðist hún ekki vita það. Spyrja þyrfti eiginmann hennar að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×