Lífið

Síðustu sýningar Oakland to Iceland

Ragnhildur Magnúsdóttir leikstjóri myndarinnar.
Ragnhildur Magnúsdóttir leikstjóri myndarinnar.
Heimildamyndin From Oakland to Iceland verður sýnd í Regnboganum á morgun, fimmtudag og föstudag í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina. Þetta verða síðustu sýningar myndarinnar á Íslandi.

Myndin fjallar um heimkomu íslenska plötusnúðsins Dj Platurn, Illuga Magnússon, sem hefur búið í Kaliforníu frá barnsaldri og spilað þar við góðan orðstír. Leikstjóri myndarinnar er Ragnhildur Magnúsdóttir, systir Illuga.

From Oakland to Iceland var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði í vor. Í sumar var hún var sýnd á vef sjónvarpsstöðvarinnar MTV í Skandínavíu í sumar, og verður sýnd í Bandaríkjunum á næstu misseurm.

Sýningarnar verða klukkan 17.00 í Regnboganum, og eru öllum opnar sem eru armbönd á Airwaves hátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.