Innlent

Mörg Ameríkuríki hafa áhuga á samstarfi í orkumálum

Margar þjóðir í Mið- og Suður-Ameríku hafa áhuga á að ræða um samstarf í orkumálum við Íslendinga og kynna sér þann árangur sem Íslendingar hafa náð.

Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra með háttsettum mönnum á utanríkisráðherrafundi Ameríkuríkja í Kólumbíu í upphafi mánaðarins. Fundurinn var haldinn tilefni af því að Íslandi hefur verið veitt aukaaðild að samtökunum.

Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu segir að iðnaðarráðherra hafi átt fundi með 16 utanríkisráðherrum og háttsettum embættismönnum frá tíu öðrum ríkjum. Nærri tuttugu ríki í Ameríku hafi mikla möguleika til jarðhitanýtingar og í mörgum ríkjum er áhugi á að byggja smáar og meðalstórar vatnsaflsvirkjanir í samstarfi við Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×