Erlent

Þjófar í Lundúnum ræna peningasendingum

Þjófar í Lundúnum reyna í auknu mæli að ræna peningasendingum. Slík rán hafa nær tvöfaldast á skömmum tíma og óttast lögreglan að þeim fjölgi enn frekar þegar líður að jólum.

Lundúnum er það sífellt algengari sjón að sjá myndir líkt og þessar þar sem þjófar eru að reyna að flýja lögregluna eftir að rænt peningaflutningabíl.

Lögreglan í Lúndunum hefur mikla áhyggjur af þessari þróun og hefur hrundið af stað sérstöku átaki til að koma í veg fyrir ránin. Í september voru tuttugu og sjö árásir á peningasendla tilkynntar til lögreglunnar en í nóvember höfðu þær nær tvöfaldast og voru fimmtíu og þrjár.

Lögreglan segir áberandi hversu illa undirbúnir þjófarnir virðast vera. Þeir noti til að mynda oftast sína eigin bíla í ránin í stað stolinna bíla eða bíla með röngum númeraplötum. Svo virðist líka sem þeir hafi ekki hugsað ránin út í gegn heldur aðeins um það að ná sér í fljótlegan hátt í peninga. Yngsti þjófurinn sem lögreglan hefur haft hendur í hári er fjórtán ára.

Talið er að fjölgun ránanna tengist bæði því að opnunartími verslana er nú lengri vegna jólaverslunar og að meiri peningar flæða í gengum verslanir þar sem Bretar hafa dregið úr notkun kreditkorta og nota peningaseðla í auknu mæli eftir að fjármálakrísan hófst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×