Erlent

MI5 blandast inn í kynlífshneyksli Max Mosley

Breska leyniþjónustan MI5 blandast nú í kynlífshneyksli Max Mosley formanns Alþjóðlega kappaksturssambandsins og Formúlu eitt keppninnar.

Í ljós hefur komið að ein af vændiskonunum fimm sem sjást á myndbandi klæddar nasistabúningum í kynsvalli með Mosley er eiginkona starfsmanns MI5. Hefur þessum starfsmanni nú verið vikið frá störfum í leyniþjónustunni sökum þessa.

Er málið kom upp um helgina neyddist MI5 til að koma þeim skilaboðum til fjölmiðla að myndbandsupptakan með kynsvallinu hefði ekki verið aðgerð á vegum MI5 til að leiða Mosley í gildru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×