Innlent

Útilokar ekki framboð

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins á næsta ári. Í samtali við héraðsfréttablaðið Feykir.is segir hann að einnig komi til greina framboð í einhver af æðri embættum flokksins.

„Ég útiloka ekki neitt en á síður von á því að fara í formanninn og þá af efnahagslegum ástæðum. Það er dýrt að taka þann slag og ekki síður gegna þeirri stöðu þar sem hún kallar á ferðalög vítt og breitt um landið og þá algjörlega á kostnað þess sem í embættinu er,“ segir Gunnar Bragi.

Þrír hafa þegar tilkynnt um framboð sitt, þeir Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður, Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi og Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður á Akureyri. - fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×