Innlent

Íslenska bókin er ónæm fyrir kreppunni

Íslenska bókin er ónæm fyrir kreppunni. Aldrei áður hafa fleiri bækur selst en nú fyrir þessi jól. Arnaldur Indriðason gnæfir yfir aðra rithöfunda og seldi í kringum 30 þúsund eintök af skáldsögu sinni Myrká.

Bóksalar sem fréttastofa ræddi við í dag voru himinlifandi með jólauppskeruna þetta árið. Sölumet voru slegin og það sem meira er þá var íslenska skáldsagan sem var í aðalhlutverki. Þýddar skáldsögur og barnabækur áttu ekki roð í þær íslensku í jólabókaflóðinu. En á móti kemur þá gekk íslenskum ævisögum ekki jafn vel.

En hver er skýringing á því að sölumet séu slegin í miðri kreppu. ,,Það er erfitt að segja," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að bækurnar hafi verið á svipuðu verði og í fyrra og það hafi vissulega haft áhrif. Egill telur að bókin sem slík sé ónæm fyrir kreppunni.

Egill vinnur fyrir forlagið sem er langstærsti bókaútgefandinn á á Íslandi við spurðum hann hversu margar bæku Forlagið hefði selt fyrir jólin. Egill segir erfitt að segja til um hversu margar bækur hafi verið seldir. Hann segir að ef horft sé á jólabókavertíðina sem hófst í september eru bækurnar sem Forlagið seldi tæplega 500.000 talsins. ,,Við förum mjög sáttir frá vertíðinni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×