Lífið

Sagði að blaðamaðurinn væri forsetinn

Forsetahjónin fögnuðu sigrinum á Spánverjum inn á vellinum vel og innilega. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Forsetahjónin fögnuðu sigrinum á Spánverjum inn á vellinum vel og innilega. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Eins og komið hefur fram dró Dorri Moussiaeff, forsetafrú, bandaríska blaðamanninn Dan Steinberg hjá stórblaðinu Washington Post út á leikvöllin í kjölfar sigurs íslenska handboltaliðsins á Spánverjum í undanúrslitum síðastliðinn föstudag.

Minna hefur farið fyrir því að á leið sinni inn á gólfið sagði Dorrit öryggisvörðum að blaðamaðurinn væri sjálfur forsetinn. ,,Ég var á vappi í handboltahöllinni í Peking þegar ég rakst á íslensku forsetafrúna," skrifaði Dan í færslu á netútgáfu Washington Post.

„Dorrit Moussaieff spurði mig hvernig hún kæmist inn á leikvöllinn til að samfagna ótrúlegum sigri þessarar smáþjóðar í undanúrslitaleik gegn Spáni."

Í framhaldinu vísaði Steinberg forsetafrúnni í rétta átt en þá vildi hún ólm fá hann með sér í fagnaðarlætin. „Ég má það ekki," svaraði Steinberg en Dorrit gaf sig ekki. „Jú, víst máttu það með mér. Ég er eiginkona forsetans. Þetta er forsetinn," sagði hún og dró blaðamanninn í gegnum göngin og framhjá öryggisvörðunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.