Innlent

Síbrotamaður áfram í varðhaldi

MYND/GVA

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem setið hefur á bak við lás og slá frá 23. maí. Skal maðurinn sitja í varðhaldi til 18. júlí.

Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að ákæra hafi verið gefin út á hendur manninum þar sem honum séu gefin að sök sjö þjófnaðarbrot, tvö fjársvikabrot, eitt hylmingarbrot, þrjú fíkniefnabrot og tveir nytjastuldir. Brotin hafi verið framin á tímabilinu frá 4. febrúar til 22. maí síðastliðinn. Þá séu tvö mál til viðbótar til rannsóknar.

Taldi lögregla að ef manninum yrði sleppt myndi hann halda áfram brotum sínum. Bent er á að maðurinn hafi frá árinu 1979 hlotið rúmlega 30 refsidóma, einkum og sér í lagi fyrir auðgunarbrot. Samtals nemi dæmd fangelsisrefsing ákærða tæpum 23 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×