Erlent

Grafið eftir líkum við búgarð Manson-fjölskyldunnar

Lögregla og rannsóknarmenn eru nú farnir að grafa eftir líkum í grennd við búgarð Charles Manson og fjölskyldu hans.

Manson og fjölskyldan földu sig á búgarðinum eftir að hafa myrt leikkonuna Sharon Tate ásamt sex öðrum árið 1968.

Málið vakti heimsathygli á sínum tíma og er Manson enn að afplána lífstíðardóm sinn fyrir glæpinn. Beiðnum hans um lausn á skilorði hefur ætíð verið hafnað.

Uppgröfturinn hófst eftir að ummerki um rotnandi hold fannst við búgarðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×