Erlent

Þingmaður frá Grimsby tekur upp hanskann fyrir Íslendinga

Austin Mitchell á góðri stund.
Austin Mitchell á góðri stund.

Austin Mitchell, þingmaður breska Verkamannaflokksins frá Grimsby, segir að breska ríkisstjórnin hafi brugðist Íslendingum á þeim erfiðu tímum sem þjóðin gengur í gengum.

Hann efndi til utandagskrárumræðu um málefni Íslands á breska þinginu í gær þar sem hann sagði að Bretar hefðu átt að styðja við og hugga Íslendinga í kjölfar bankahrunsins. Það hafi yfirvöld ekki gert, heldur þvert á móti aukið á vandræði Íslands.

„Ísland á miklu betra skilið og þar á stuðningi okkar að halda í þeim vandræðum sem landið stendur nú frammi fyrir," sagði Mitchell og bætti því við að Íslendingar væru gamlir bandamenn Breta og vinaþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×