Erlent

Lykill stakkst í heila barns

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hér má sjá röntgenmynd sem tekin var af höfði barnsins og sýnir legu lykilsins.
Hér má sjá röntgenmynd sem tekin var af höfði barnsins og sýnir legu lykilsins. MYND/SPLASH

Bandarískir læknar telja það kraftaverk að 20 mánaða gamalt barn skyldi sleppa óskaddað eftir að það datt á lyklakippu með þeim afleiðingum að lykill stakkst inn í höfuðkúpu þess meðfram öðru auganu og gekk inn í heilann.

Þetta gerðist í Kentucky-ríki og var flogið með barnið á næsta sjúkrahús með þyrlu. Læknar voru nær vissir um að barnið væri dauðvona en þegar lykillinn hafði verið fjarlægður kom í ljós að barnið hafði ekki hlotið heilaskaða og það sem merkilegra þótti, augað hafði einnig sloppið algjörlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×