Lífið

Vinsamlegast gefið mér frið, segir Christian Bale

Christian Bale.
Christian Bale.

Leikarinn Christian Bale, sem er 34 ára, neitar að tjá sig um ásakanir um að hafa beitt systur sína og móður ofbeldi á hótelsvítu í Lundúnum aðfaranótt mánudags.

„Þetta er mjög persónulegt mál og þess vegna bið ég ykkur vinsamlegast um að gefa mér frið og virða friðhelgi einkalífs míns," segir leikarinn sem er staddur Barcelona við kynningar á kvikmyndinni Dark Knight.

Bale var í haldi lögreglunnar í Lundúnum en var sleppt eftir yfirheyrslur án þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur hans.

Lögregluyfirvöld hafa lítið viljað tjáð sig um málið en staðfestu þó að „34. ára einstaklingur hafi verið látinn laus gegn tryggingu og verði boðaður aftur til yfirheyrslu í september."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.