Fótbolti

Domenech heldur starfinu

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, verður áfram við stjórnvölinn hjá liðinu þrátt fyrir afar dapurt gengi liðsins á EM. Frakkar féllu úr leik í riðlakeppninni og flestir reiknuðu með því að það myndi kosta þjálfarann starfið.

Domenech átti fund hjá franska knattspyrnusambandinu í morgun en þar kom í ljós að hann nýtur enn stuðnings. Það er því ljóst að Domenech verður þjálfari Frakka í undankeppni HM 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×