Innlent

Hannes vill rannsókn á Baugsmálinu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill að aðdragandi Baugsmálsins verður rannsakaður. Þetta kom fram í spjallþætti á Útvarpi Sögu í gær.

,,Málið er eins einfalt og hægt er og ég ætla að segja eitt um þetta. Það er. Ég myndi sjálfur gjarnan vilja að það færi fram rannsókn á upphafi og upptökum Baugsmálsins eins og sumir eru að heimta. Það væri bara mjög gott að leiða allan sannleikann í ljós um þetta því ég held að Davíð Oddsson þurfi bara nákvæmlega ekkert að óttast neitt um þetta," sagði Hannes.

Áður hafa Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagt að þeir telji eðlilegt að Baugsmálið verði rannsakað. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur sagt að embætti sitt muni ekki rannsaka aðdraganda málsins og hvernig farið var með lögreglu- og ákværuvald í málinu. Alþingi getur sett sérstök lög eða skipað rannsóknarnefnd til að fara yfir málið.


Tengdar fréttir

Ríkissaksóknari rannsakar ekki Baugsrannsókn

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að embættið muni ekki rannsaka aðdraganda Baugsmálsins og hvernig farið var með lögreglu- og ákværuvald í málinu. ,,Það stendur ekki til og hefur ekki verið rætt sérstaklega."

Steingrímur vill að aðdragandi Baugsmálsins verði upplýstur

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill að aðdragandi Baugsmálsins verði upplýstur. ,,Ég tók undir það á sínum tíma að það þyrfti að upplýsa um aðdraganda málsins og ég er enn sama sinnis." Aðdragandi og upphaf málsins var ,,umlukið ákveðinni dulúð" og Steingrímur segir að það væri ,,gagnlegt að fá fram bakgrunn málsins og draga af því lærdóm." Hann bendir þó að í dómi Hæstaréttar hafi verið sakfelling og því verði ,,fólk að gæta að fella ekki einhliða dóma í framhaldinu þó niðurstaðan hafi verið ansi rýr."

Vill rannsaka rannsókn Baugsmálsins

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vill sjálfstæða rannsókn á Baugsmálinu. "Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og eðlilegt að hann myndi stjórna rannsókn á málinu," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×