Innlent

Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hrefna Haraldsdóttir er foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli.
Hrefna Haraldsdóttir er foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli.

Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu.

,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar," segir Hrefna.

Hrefna segir úrræðaleysi og langa bið eftir þjónustu einkenna málaflokkinn. Hún segir félagsmálaráðherra vera áhugasaman um úrbætur en það skorti fjárman og pólitískan vilja. ,,Fjárveitingar hafa ekki verið í takt við þarfirnar," að hennar mati.

Stefnt er að færa málaflokkinn til sveitarfélaganna og segir Hrefna mikilvægt að þjónustan verði veitt af einni og sömu hendi. Ákveðinn hluti þjónustunnar snýr að sveitarfélögunum og ,,það er allur gangur á því hversu vel þau standa að málum," segir Hrefna.

Hrefna segir það ekki vera óskastöðu foreldra að barn þeirra fari á veistheimili. Sökum skorts á stuðningi sjá foreldrar jafnvel ekki neina aðra leið að mati Hrefnu.


Tengdar fréttir

Kerfið er á hraða snigilsins

Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×