Erlent

Tsvangirai tekur ekki mark á úrslitunum

Róbert Mugabe, forseti Zimbabve berst í bökkum en neitar að viðurkenna algjöran ósigur.
Róbert Mugabe, forseti Zimbabve berst í bökkum en neitar að viðurkenna algjöran ósigur.

Stjórnarandstaðan í Zimbabve segist ekki taka mark á kosningatölunum sem loksins hafa verið gefnar út í landinu en kosningarnar fóru fram 29 mars.

Yfirvöld segja að stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvangirai hafi vissulega sigrað, en aðeins með 47 prósentum atkvæða.

Það þýðir að aftur þarf að kalla til kosninga til að skera úr um hvor þeirra verði forseti næstu árin, Tsvangirai eða Róbert Mugabe núverandi forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×