Innlent

Guðni ræður sér aðstoðarmann

SB skrifar
Agnar Bragi Bragason. Nýr aðstoðarmaður Guðna.
Agnar Bragi Bragason. Nýr aðstoðarmaður Guðna.

Agnar Bragi Bragason, Reykvíkingur og Valsari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar þingmanns Framsóknarflokksins. Agnar segist hlakka til að takast á við starfið.

"Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni. Guðni er náttúrlega einn af okkar albestu stjórnmálamönnum og mjög mikill heiður að fá að starfa með honum," segir Agnar.

Á heimasíðu Félags ungra Framsóknarmanna kemur fram að Agnar hafi lokið prófi í stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum frá HÍ og sé við það að ljúka lögfræðiprófi. Hann sé Reykvíkingur í húð og hár og Valsari.

Það verður því skemmtileg blanda á skrifstofu Guðna - borgarbarnið og Valsarinn mætir landsbyggðarbarninu Guðna. Agnar segist tilbúinn í verkefnið. "Þetta er mjög spennandi," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×