Erlent

Olíuverð fellur enn

Heimsmarkaðsverð á olíu fellur enn og hefur ekki verið lægra í 16 mánuði. Ástæðan er rakin til vísbendinga um að slakinn í efnahagslífinu muni draga úr spurn eftir olíu. Bensínverð hefur lækkað að undanförnu líkt og létthráolían, sem er komin í tæpa 67 dali á tunnu. Hefur verðið ekki verið lægra síðan í júní 2007. Búist er við því að OPEC ríkin muni draga úr olíuframleiðslu á föstudaginn til þess að hækka verð, eftir því sem fram kemur á vef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×