Enski boltinn

United reynir aftur við Berbatov

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.

Sir Alex Ferguson hyggst gera nýja tilraun til að krækja í búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov sem leikur með Tottenham. Manchester United hyggst bæta sóknarmanni í hópinn í sumar.

Ferguson hyggst bjóða 25 milljónir punda í leikmanninn en það er sama upphæð og Tottenham neitaði síðasta sumar. Eftir að Tottenham fékk Luka Modric og Giovani Dos Santos líta málin öðruvísi út.

Berbatov er 27 ára og hefur umboðsmaður leikmannsins gefið út að hann verði að spila í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×