Erlent

Sprengja sprakk í miðborg Istanbúl

Sprengja sprakk fyrir framan banka í miðborg Istanbul í dag. Þrír slösuðust í sprengingunni. Það er Reuters fréttastofan sem segir frá þessu nú í kvöld og hefur upplýsingarnar frá heimildarmanni á staðnum.

Svæðinu var lokað til þess að koma í veg fyrir umferð fólks þar sem hætta var talin á annarri sprengju. Engin hefur lýst ódæðinu á hendur sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×