Innlent

Dómsmálaráðherra útilokar ekkert

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki útiloka neitt þegar spurt sé að því hvort hann sé á leið úr ríkisstjórn eða hvort að ríkisstjórnin springi.

„Fjölmiðlar hafa spurt í dag: Ertu á leið úr ríkisstjórn? Þá hafa þeir einnig spurt: Er stjórnin að springa vegna yfirlýsinga Ingibjargar Sólrúnar frá því í gær um Evrópumál? Ég tek undir með Geir H. Haarde, forsætisráðherra: Það er ekki unnt að útiloka neitt!," skrifar Björn á vefsíðu sína í gær.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í fjölmiðlum á laugardaginn að ef sjálfstæðismenn samþykktu ekki að sækja um aðild að ESB á landsfundi flokksins í janúar þá yrði ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×