Innlent

Lyfjakostnaður vegna sjúkrahúslyfja eykst um 35 prósent

Lyfjakostnaður Landspítalans jókst um nærri hálfan milljarð króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs í samanburði við sama tímabil í fyrra.

Lyfjakostnaður spítlanans vegna svokallaðra S-merktra lyfja, sem eru sérhæfð lyf eingöngu til nota á sjúkrahúsum, nam 1,9 milljörðum frá janúar til ágústloka í ár en kostnaðurinn var rúmir 1,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Nemur útgjaldaaukningin nærri 35 prósentum.

Þegar horft er til lyfjakostnaðar án S-merktra lyfja nemur hann 770 milljónum króna en var 730 milljónir í fyrra og hefur hann því aukist um 40 milljónir eða fimm prósent. Samanlagður lyfjakostnaður það sem af er ári er því um 2,7 milljarðar en var 2,1 milljarðar á sama tíma í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×